Bráðum kemur ekki...

... betri tíð... Alla vega finnst mér hálf haustlegt úti. Mælirinn skríður varla yfir 10 stigin og hráslagaleg rigningin lætur ekki á sér standa. Við eigum samt enn eftir að fara í berjamó. Maður lætur sig hafa bleytu og kulda um helgina bara til að komast aðeins í ber. Það er alla vega planið. Gústi er að fara í sumarfrí á mánudaginn og ég líka!! Ég tek viku með honum - þ.e.a.s. hann verður örugglega upp í bústað að vinna og ég í bænum. Ég ætla nefnilega að leysa mömmu af í hennar vinnu því gellan er bara á Spáni að spóka sig núna. Það er alltaf gaman að hitta liðið hjá Landhelgisgæslunni og Sjómælingum, þar er alltaf vel tekið á móti manni ef maður kíkir við.

Annars er lífið ósköp rólegt þessa dagana. Rebekka er byrjuð á nýrri deild á leikskólanum og er mjög ánægð þar, reyndar er hún alltaf ánægð í leikskólanum sama hvar hún er. Á þessari deild eru bara eldri börn og svo 7 önnur börn á sama ári og Rebekka. Henni finnst hún voða stór að vera komin á þessa deild. Þarna verður hún þar til hún byrjar í skóla eftir 2 ár.

Við Gústi erum búin að færa okkur aftur yfir í Fíladelfíu kirkjuna. Við tókum ákvörðun um það fyrir nokkrum vikum þar sem við komumst að því að stundum þarf maður ekki að bera vatnið yfir lækinn... Við erum mjög sátt við þessa ákvörðun. Gústi heldur áfram að spila í Samhjálp og svo er ýmislegt í boði. Hann er að hugsa málið...

Það styttist í Glasgow og ég þarf að fara að kynna mér mollin þar sem maður hefur bara einn dag til að eyða peningum...

Jæja, verð að hlaupa - smá óþekkt í anganum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þiggjum að sjálfsögði annað heimboð. Og takk fyrir síðast. Við heyrumst á morgun.

Gyða og Ragnar + smælki (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband