Malmö, naríur og nágrannar

Rosalega er tíminn fljótur að líða þegar maður er bara að slappa af og leika sér. Við eigum bara eftir að vera í Köben í tvo og hálfan dag en það er mikið tilhlökkunarefni að komast heim og knúsa Rósina litlu (stóru).

Í morgun fórum við með lestinni yfir Öresundsbrúnna til Malmö. Við tókum strætó út á Kastrup, fengum okkur hádegismat þar og fórum svo yfir. Svakalega var gaman að skreppa til Malmö. Mér fannst andrúmsloftið þar einhvern veginn allt annað en hér í Köben. Get ekki alveg lýst því en mér leið einhvern veginn þannig að hvert sem ég leit sá ég eitthvað fallegt og spennandi. Við gengum um allan miðbæinn, sem skiptist í alls konar hliðargötur og torg. Torgin voru æðisleg, komin sannkölluð sumarstemning með útimörkuðum og hljóðfæraleikurum með "hatta" um allt.

Við fórum að sjálfsögðu í nokkrar verslanir. Gústi fór í JC og keypti sér naríur... Hann elskar þessar naríur Grin. Við stoppuðum tvisvar sinnum á kaffihúsi, fyrst á Waynes Coffee og svo á Hollandia Konditori. Við mælum með þessu síðarnefnda. Mjög kósý staður með fínar veitingar. Svo gengum við meira og meira og skoðuðum okkur um.

Pabbi að tala við stelpuna sína í símann.Pabbi að tala við stelpuna sína í símann.

 

 

 

 

Gústi rakst svo á búð sem heitir Folk & Rock (stuttu eftir að ég sá einhverja spennandi búð og hann spurði "er ekki örugglega búið að loka...") en þar var ógrynni af geisladiskum og dvd diskum. Hann keypti þó ekki neitt, því búðinni var lokað stuttu eftir að við komum inn... Þessi búð stendur við torg sem heitir Lille torg og þar var ógrynni af veitingahúsum allan hringinn sem voru búin að setja upp útiborð með gashitablásurum. Við fundum indverskan stað og fengum okkur besta Tikka Masala kjúkling sem ég hef smakkað!! Og hef ég nú smakkað hann góðan!

DSC06752

Mamma á indverska veitingastaðnum. 

 

 

 

 

Við sátum þar í góðu yfirlæti þegar Gústi allt í einu segir "ERT'EKKI AÐ GRÍNAST!! Á næsta veitingastað við hliðina voru vinir okkar úr herberginu á móti mætt! Ég var ekki glöð því mig langaði sko ekkert að fá andlit við hljóðin sem ég heyrði í gær!! En það var svo sem of seint... því kerlan var í morgun frammi í eldhúsi á handklæðinu einu fata að bisa við að klæða sig því karlinn var inni í herbergi að skipta um rúmföt!! Wonder why! Framhald í næsta þætti Tounge

Klukkan langt gengin í níu tókum við svo lestina til baka. Fengum okkur kaffi á Starbucks á Kastrup og tókum svo strætó heim á gistiheimilið. Þetta er búinn að vera frábær dagur, eiginlega bara hápunktur ferðarinnar. Á morgun er stefnan sett á tívolíið...

Elsku stóra stelpan okkar,

Jæja, nú fer þetta að styttast, bara að fara tvisvar sinnum að sofa og svo hittumst við! Vá hvað við hlökkum til að faðma þig og kyssa. Gaman að heyra í þér í dag og hvað þú varst dugleg á skíðunum með afa! Líka gaman að heyra hvað þú ert dugleg að hjálpa afa við að smíða pallinn úti. Smíðakunnáttan er þér nú í blóð borin enda komin með ýmsa reynslu í þeim efnum. Jæja rósin mín, við biðjum voða vel að heilsa ömmu og afa og kysstu þau frá okkur fyrir hjálpina.

Við elskum þig og hlökkum til að sjá þig. Þín mamma og pabbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband