Ferðalok!

Jæja, nú er maður lentur í borginni og farinn að vinna. Tíminn líður svo hratt og ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa lok ferðasögunnar miklu. Svo nú ætla ég að nota matarhléið mitt til þess...

Við vöknuðum kl. 9 á mánudagsmorguninn, fórum í sturtu og kláruðum að pakka niður. Svo löbbuðum við yfir á Amagerbrogade og ég skrapp í Kvikly eftir morgunmat meðan Gústi naut veðurblíðunnar með allan farangurinn úti. Svo fórum við með strætó út á flugvöll, það tók nú ekki nema um 10 mínútur. Þar sem almenningssamgangnamiðarnir okkar giltu út daginn fannst mér ómögulegt bara að henda þeim svo við löbbuðum fram hjá Dsb miðakontornum og fundum í röðinni eldra fólk sem við gáfum miðana. Þau voru ósköp glöð og okkur fannst mjög gaman að gleðja með svona lítilræði (lesið síðustu færslu með þetta í huga...).

Jæja, við tók Tax Refund kontorinn og þar fengum við alla innkauparmiðana okkar stimplaða og konan sagði að það væri nú alveg týpískt að fólk væri alltaf með fullar töskur af barnafötum... Mikið rétt í okkar tilfelli Grin. Svo fórum við í röðina til að tjekka okkur inn og gekk það nú bara nokkuð hratt. Svo fórum við í gegnum öryggisskoðunina og fékk ég líkamsskoðun í fyrsta skipti á ævinni. Það bíbbaði eitthvað þegar ég gekk í gegnum öryggishliðið svo kona með hvíta hanska bað mig að stíga upp á skemil og svo leitaði hún á mér. Ég upplifði þetta ekki sem neitt niðurlægjandi eða persónulegt og var í raun bara þakklát fyrir hversu vel þetta fólk vinnur vinnuna sína.

Jæja, við tók að fá Tax peningana borgaða til baka og gekk það og svo tók við að eyða þeim.... í fríhöfninni... Það gekk nú hálf brösuglega að eyða þeim, keyptum bara einn geisladisk (alveg frábæran með Amy McDonald) og smá nammi...

Svo var bara fljótlega farið um borð og flogið heim til Íslands þar sem við eyddum smá pening í fríhöfninni og skokkuðum glöð fram hjá tollvörðunum og hundi sem snusaði af okkur (enda ekkert grunsamlegt hjá okkur....). Því næst náðum við í bílinn úr þrifmeðferðinni og er hann þvílíkt glansandi fínn núna!

Það var nú ósköp notalegt að koma heim í heiðardalinn. Við vorum bara smá stund heima því svo þurftum við að fara út á flugvöll og sækja prinsessuna og afann úr fluginu frá Akureyri. Sú stutta var nú glöð að hitta foreldrana og mamman ósköp fegin að geta knúsað hana! En það rifjaðist fljótlega upp fyrir mér af hverju við lögðum í þessa ferð bara tvö hjónakornin Joyful því sú stutta var fljót að reyna að taka völdin á heimilinu...

Við fengum rosalega fallegar gjafir frá stuttu sem hún bjó til fyrir norðan og príða þær nú hillu í stofunni. Sú stutta fékk líka ýmsar gjafir en það skipti eiginlega meira máli að fá Grétu Júlíu í heimsókn en að skoða þær... Gréta fékk að kíkja í smá og fékk hún líka gjöf frá Rósinni.

Jæja, um kvöldið voru það þreyttar mæðgur sem fóru í háttinn og pabbinn var frammi að ganga frá... En Home sweet Home!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Velkomin heim.

Mummi Guð, 23.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband