Sumarfríið að verða búið...

Jæja, nú er einn dagur eftir af sumarfríinu og þýðir það að ég hef ekki bloggað í u.þ.b. 5 vikur... Enda nóg annað að gera í sumarfríi. Ég er reyndar búin að vera veik sl. tvær vikur með ógeðslegt kvef og þrátt fyrir penisillín og sterasprey er það ekki á undanhaldi! Ég er orðin verulega þreytt á þessu og ætla aftur til doksa og heimta eitthvað ennþá sterkara!!!

Fórum þrátt fyrir heilsuleysi á Kotmótið og var það mjög fínt (fyrir utan beinverki o.fl........). En við höfðum það gott, vorum í tjaldi fyrstu nóttina því veðrið var alveg geggjað en fórum svo í hús á Hellu því það var töluvert kaldara seinni nóttina. Gústi spilaði á einni samkomu og Rebekka skemmti sér konunglega á barnamótinu. Hápunkturinn var samt að hitta Guðna Hjálmars úr eyjum. Hún bókstaflega ljómaði þegar hún sá hann, hljóp til hans og tilkynnti að hún væri komin! Hún er ekki alveg að fatta að fólk sem er oft í sjónvarpinu okkar sér okkur ekki... kemur með aldrinum. En á leiðinni í Kotið sagði hún; mamma, hvað heldurðu að Guðni segi þegar hann sér að ég er komin?? Sá verður hissa! Þvílík dúlla! En Guðni er góð fyrirmynd, enda forstöðumaður í eyjum og frábær með krökkunum.

Ættarmótið og norðurferðin voru fín líka. Óvenju margir á ættarmótinu og frábært veður sem við fengum á Grenivík. Komst samt að því að þar er dýrasta matvöruverslun sem ég hef farið í á landinu...

Það er svo sem ýmislegt annað sem maður er búinn að vera að brasa en ég nenni varla að týna það til hér... Bara lífið er gott fyrir utan kvef um mitt sumar! Og búið að vera yndislegt að vera með Rebekku í fríi. Gústi fer í frí í byrjun sept. í þrjár vikur. Fúlt að missa af því... en ég fæ þó einhverja uppbót á fríið vegna þessara veikinda, svo það er möguleiki á að ég verði eitthvað með honum í fríi.

Till next time


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, hvernig væri nú að fara að sýna okkur myndir af ættarmótinu ? Hefurðu ekki nógan tíma, fyrst þú ert búinn með sumarfríið ?

Óli bró (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband