Sumarfríið...

... á enda Frown. Ég byrja að vinna á mánudaginn og þá fer nú allt í fastar skorður aftur. Ég er virkilega búin að njóta þess að vera með Rebekku í þessu fríi. Mér finnst ég hafa verið svo heppin að fá að eiga þennan tíma með henni. Auðvitað er Gústi líka búinn að vera með okkur eftir vinnu og svoleiðis en þetta er búinn að vera alveg einstakur tími og gæfi ég mikið fyrir að geta unnið enn lægri prósentu en ég geri nú þegar. 50 % starf væri fínt... En það kemur nú kannski seinna þegar maður hættir á lúsarlaununum hjá ríkinu...

Annars er það að frétta að það eru ýmis ný verkefni í gangi hjá mér, þar á meðal mjög spennandi verkefni fyrir Lindina og verkefni fyrir Fíladelfíu. Ég tók starfsnámið mitt að stórum hluta til í Fíladelfíu þegar ég var í Kennó og nú fer ég að gera eitthvað í líkingu við það sem ég var að gera þá... Og það sem við Sheila erum að vinna að fyrir Lindina er ótrúlega skemmtilegt og við á rosa flugi hugmyndarlega séð... Áætlum afhjúpun verkefnisins í kringum 1. október... Segi ekki meir í bili...

Ég kem nú næstum á nýjan vinnustað þegar ég mæti til vinnu því þar er búið að snúa öllu á hvolf, þ.e. flytja deildir. Deildin mín er komin í annað og stærra rými og bíður mín að innrétta það. Það verður fyrsta verkefni. Svo er vetrarstarfið bara að fara í gang með öllu sem því fylgir. Ég er að fara inn í þriðja árið mitt í Gylfaflötinni og er ég með svona "mixed" tilfinningar gagnvart því. Part af mér langar að takast á við eitthvað alveg nýtt meðan annar partur hlakkar til að hitta ungmennin mín og gera það sem ég hef verið að gera... En er það ekki alltaf svona?

Annars er bara berjatínsla framundan, erum aðeins búin að kíkja og tína smá en við erum algjörir berjasjúklingar svo það er sko ekki nóg!

Hætti núna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband