12.3.2008 | 12:22
Af familíunni
Smá update í matarhléinu mínu... Við höfum það nú aldeilis fínt um þessar mundir. Nóg að gera á öllum vígstöðvum og allir sáttir við sitt... Gústi spilaði í kirkjunni sl. sunnudagsmorgunn og var Rebekkan voða glöð með pabba sinn. Gat reyndar ekki setið kyrr, Rebekka sko, en náði samt að fá límmiða. Fékk einu sinni smá ábendingu frá séranum... Spenna greipar nú! En það var sko bara vel þegið af móðurinni sem er orðin svolítið leið á þessu flandri í stelpunni.
Við erum búin að panta okkur gistingu í Köben og getum varla beðið eftir að sleppa af landinu . Ég er búin að vera inn á alls kyns heimasíðum að finna skemmtilega staði til að skoða og skemmtilega hluti til að kaupa... Rebekka verður í uppeldisbúðum hjá ömmu og afa á Akureyri á meðan. Afi fer í sumarfrí í tilefni af komu prinsessunnar og er stefnan sett á Súlur!! Ég þori að veðja miklum peningum á að hún kemur hlaupandi á undan afa niður!
Páskabingó í vinnunni hjá mér á laugardaginn. Allt til styrktar Glasgowferðinni okkar. Fullt af flottum vinningum og munum við Rebekka (reyndar ekki dóttir mín) stjórna bingóinu með hörðum höndum! Við verðum líka með skóna okkar til sölu, þá sem við höfum verið að hanna, þæfa og sauma... Rosa flottir. Hér er eitt dæmi:
Nú er norðurferðin orðin eitthvað óljós... Það er nefnilega formleg stofnsamkoma í Mosaik Hvítasunnukirkju á páskasunnudag og við erum nú stofnfélagar þar svo okkur langar að mæta. Svo er Gústi náttúrulega í bandinu... en við lofuðum tengdó að láta vita í síðasta lagi um helgina hvort við komum norður eða ekki... Okkur er líka boðið í fermingu á annan, svo það er svo sem nóg að gera.
Jæja, nú fer matarhléinu mínu að ljúka svo ég set punktinn hér í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 23:17
Akureyri, Köben og Glasgow
Langt síðan síðast... Danskir þættir eru algjörlega búnir að húkka mig... Fimmtudagar eru nú orðnir sérstakir sjónvarpsdagar hjá mér. Fyrst eru það Bræður og systur, svo Klovn og svo Anna Pihl! Það er rosalega góð þáttaröð sem danirnir eru að framleiða og ég sit stjörf við imbann. Í tilefni af þessu ákvað ég að bjóða mínum heittelskaða til Danmerkur... Við ætlum að eyða 6 dögum af apríl í Kaupmannahöfn, bara tvö, meðan sú stutta verður í ekta ömmu og afa dekri á Akureyri. Ég hlakka mikið til að fá smá afslöppun og kærustuparafíling...
Annars byrjar ferðavorið okkar með ferð til Akureyrar um páskana. Alla vega eru mjög miklir möguleikar á því. Það eina sem getur stoppað okkur er skítaveður og vinnan hjá Gústa sem getur lengst ef skítaveðrið lætur sjá sig...
Við Gústi ætlum úr landi aftur í haust en þá ætlum við til skosku stórborgarinnar Glasgow. Við ferðumst reyndar ekki ein í það skiptið því við munum fara ásamt samstarfskonum mínum úr Gylfaflöt og nokkrum fleiri mökum. Við kellurnar ætlum að fræðast um það hvernig skotar vinna að dagþjónustumálum fatlaðra meðan karlarnir skoða í búðir og versla jólagjafirnar. Svo fáum við tvo daga fyrir okkur sjálf... Það verður nú aldeilis gaman... Kannski við Gústi skráum okkur á Riverdans námskeið
Annars er allt gott að frétta af okkur familíunni. Dagarnir líða svo hratt að mér líður eins og Rebekka verði orðin unglingur þegar við vöknum í fyrramálið!! Gústi hefur aðeins verið að spila annars staðar en í Samhjálp og Mosaik. Sl. sunnudag var hann að spila í æskulýðsmessu í Grafarvogskirkju og voru engir aðrir en Gunni okkar og Jónsi í Svörtu fötunum sem spiluðu með honum. Næsta sunnudag verður hann svo væntanlega að spila í fjölskyldumessu hér í Grafarholtinu. Nóg að gera hjá honum. Rebekka er alltaf í sínu venjulega prógrammi, leikskóli, íþróttaskóli og sunnudagaskóli... Hún fékk vinkonu sína í heimsókn sl. laugardag og voru þær á fullu að leika í næstum 4 tíma. Æi þær eru svo miklar dúllurínur. Ég hef bara verið í mínu gamla góða hlutverki að halda heimilinu gangandi, og aðeins breytt uppröðun hluta hér inni í leiðinni... Mæti svo í vinnuna inn á milli...
Jæja, hætti að bulla í bili
God natt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 20:54
Af hundum og trúðum...
Jæja, við erum ekki enn komin með niðurstöðu varðandi föstudagana... Hef ekki haft undan að lesa komment frá mínum 8 hundtraustu lesendum. Komment með áherslu á O! Sem sagt enginn sem vill skipta sér af því hvernig við verjum tíma okkar og er ég aldeilis þakklát fyrir það Gústi verður bara að gera þetta upp við sig sjálfur...
Annars erum við dottin í Klovn (Trúður) dönsku gamanþættina sem eru á RÚV á fimmtudögum. Verð að segja að Næturvaktin kemst ekki með tærnar þar sem þessir gæjar hafa hælana! Þetta er mín persónulega skoðun og hef ég með henni sjálfsagt móðgað ca. 75% þjóðarinnar sem er enn fínt og sælt með næturvaktina sína... Alla vega, þá mæli ég með Frank og félögum á fimmtudögum.
Rebekkan okkar er að vekja athygli í íþróttaskólanum vegna þess hversu, já, góð hún er í æfingunum. Ég bætti þessu jái inn í vegna þess að ég mér fannst eitthvað asnalegt að skrifa þetta... en hvað er asnalegt við að segja að barnið manns sé gott í einhverju? Þetta er kannski smá mont en þetta er líka staðreynd! Hún er bara rosalega flínk miðað við aldur. Hún sveiflar sér í köðlum og hringjum eins og ekkert sé. Er með flott jafnvægi á slánum. Grípur og hendir bolta rosa vel. Sparkar bolta mjög vel. Er mjög spretthörð og hoppar bæði hátt og langt. Já, ef íþróttir verða ekki stór partur af hennar lífi í framtíðinni þá verð ég mjög hissa. Ég er svo sem ekkert hissa... Ég æfði alls konar íþróttir sem barn, átti met í hástökki, keppti í sundi og fótbolta og hafði rosalega gaman af íþróttum. Verð að eigna mér smá heiður... Svo var frökenin að fá hljómborð. Keyptum ágætis Casio borð handa henni í afmælisgjöf. Nú er hún að fá smá útrás í glamri og svo verður hægt að kenna henni smátt og smátt... Þann heiður má pabbinn eiga...
Bless í bili...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 11:52
Það er erfitt...
... að þurfa að velja og hafna... Vikan hjá okkur fjölskyldunni er orðin nokkuð þétt bókuð (þrátt fyrir góða viðleitni til að svo sé ekki...). Nú þarf ég smá aðstoð við að sjá hlutina í samhengi, endilega ráðleggið mér
Sko vikan lítur þannig út (fyrir utan vinnutíma):
Þriðjudagar - Gústi er á Lindinni milli 15:30 og 18:00
Miðvikudagar - Gústi fer á æfingu kl. 18:00 og við Rebekka mætum svo á samkomuna kl. 20:00 - 22:00
Fimmtudagar - Gústi er í Samhjálp að spila 18:00 til 22:00 + einu sinni í mánuði er ég á starfsmannafundi til 18:00
Laugardagar - Rebekka er í íþróttaskólanum 10:45 - 11:45 (búið að borga vorönnina)
Sunnudagar - Sunnudagaskóli hjá fjölskyldunni 11:00 - 12:00 (val)
Með þessa dagskrá eru bara föstudagar og mánudagar ekki með eitthvert prógramm sem maður verður að mæta í. En nú er verið að biðja Gústa að taka að sér verkefni kl. 18-20 á föstudagskvöldum sem ég veit að hann er alveg spenntur fyrir. Ég vil ekki standa í vegi fyrir því en ég er svo hrædd um að ef ég segi já, þá meini ég í raun nei... og verði svo fúl eftir á... Er þetta rosa dagskrá eða er ég bara að mikla þetta fyrir mér?
Verð samt að játa að mér finnst glatað hvað kvöldmatartímarnir eru alltaf í einhverju rugli hjá okkur...
Er by the way í fríi í dag, á inni smá frí sem ég er að nota til að klára ýmis verkefni. Hlakka til að fara í vinnuna á morgun því við ætlum öll að mæta í búningum, bæði starfsfólk og ungmenni. Svo er Rebekka loksins búin að ákveða hvað hún ætlar að vera. Hún valdi að vera fótboltamaður! Hún er búin að velja bol og stuttbuxur svo nú er á dagskránni fyrir daginn í dag að sauma númerið 4 á (því hún er 4 ára). Og svo ætlum við að sauma mynd af fótbolta á líka. Erum með playmó karl sem fyrirmynd
Skemmtið ykkur vel á morgun og endilega kommentið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 11:36
Reikningar og mosaik.
Mikið er það nú alltaf hreint indælt þegar allir reikningar eru greiddir og ekkert þarf að hugsa útí í svoleiðis dót fyrr en um næstu mánaðarmót. Ég er sem sagt búin að sitja í fartölvunni í morgun að borga og borga á meðan Gústi og Rebekka fóru í íþróttaskólann. Ég er samt ekki alveg að höndla að vera heima núna því það er allt á hvolfi! Heimabíóið var komið á sinn stað um 1 í nótt og allt voða fínt kringum það en restin af íbúðinni í rúst (á minn mælikvarða)... Gústi greyið er dæmdur til að ganga almennilega frá þegar hann kemur heim... Fullt af tækjum og tólum sem fara í stúdíóið til geymslu... Á samt eftir að sakna gamla dvd spilarans okkar... Hann fer örugglega bara upp í bústað þar sem ég get hitt hann af og til.
Annars erum við Gústi farin að stunda samfélag sem heitir Hvítasunnukirkjan Mosaik. Þetta er nýtt samfélag og er verið að stofa það sem nýjan anga innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Já, það eru ekki daglegar fréttir að ný hvítasunnukirkja sé sett á laggirnar í Reykjavík en við hjónin erum mjög ánægð með þessa þróun. Halldór vinur okkar er forstöðumaður í nýju kirkjunni ásamt Tedda vini okkar líka. Gústi er að spila á bassann í lofgjörðinni og loksins fæ ég að heyra hann syngja en það hefur hann ekki gert í nokkur ár, bara einbeitt sér að spileríinu. Við hittumst í Samhjálp enn um sinn, á miðvikudagskvöldum og Rebekkan okkar kemur með okkur. Hún er þvílíkt ánægð þarna. Vill reyndar minnst vera í barnapössuninni og finnst mér það í góðu lagi því það er mín skoðun að börnin eiga að vera með foreldrum sínum í kirkju. Þ.e. sjá foreldra sína sem fyrirmynd en ekki vera alltaf bara í pössun eða í barnastarfi. Rebekku finnst rosa spennandi að sjá pabba sinn spila. Hún situr stundum við hliðina á honum og dillar sér með. Mér finnst það æðislegt því hún er þegar farin að tala um að vilja spila líka. Hún vill spila á hljómborð og síðast fékk hún að spila á hljómboðið hjá henni Hönnu sem er í lofgjörðinni. Fyrir næsta miðvikudag fær Rebekka biblíuveski sem við keyptum handa henni í Oslo Kristne Senter fyrir einu og hálfu ári síðan. Nú er rétti tíminn.
Verð að játa svolítið. Ég er alveg dottin í Omega. Nú sit ég og horfi á Robert Schuller, Jimmy Swaggart, T.D.Jakes og fleiri og er alveg að sjúga í mig þessa þætti. Horfi reyndar ekki á íslenska efnið og myndi heldur aldrei játa það á netinu ef svo væri... En ég ætla að ljúka þessari færslu með einkunnarorðum Kristal Kaþíedral kirkjunnar í USA; Þekking - Kærleikur - Þjónusta
Þekkjum Guð svo við getum elskað náungann og þjónað heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 20:45
Kuldi og prinsessur.
Hér ríkir kuldi úti og ég er svo fegin að vera komin í helgarfrí...Kúr og kósílegheit á dagskránni (og reyndar íþróttaskólinn).
Ætluðum upp í bústað í dag og gista en svo datt pabba í hug að kaupa sér fjórða bílinn svo við frestuðum för til morguns en hann ætlaði sko með okkur. Hann er í þessum töluðu orðum að skipta á seðlum og bíl. Gústi notaði tækifærið fyrst við fórum ekki upp eftir og verslaði heimabíó fyrir heimilið. Ég kvartaði um daginn yfir stærð hátalaranna okkar og ætlaði nú eiginlega bara að fá nýja netta hátalara en nú er stæða af kössum hér á stofugólfinu með alls konar græjum m.a. dvd upptökutæki. Frábært að fá þetta allt í einu og við fengum þetta á góðum prís í uppáhaldsgræjubúðinni okkar.
Síðasta helgi fór í afmælisveislur (sem voru eins og indversk brúðkaup, stóð yfir í tvo sólarhringa). Prinsessan okkar varð fjögurra ára á sunnudaginn og héldum við upp á það sem pompi og prakt. Þetta taldi tvær afmælisveislur, rétt um 40 gesti, tvær afmæliskökur (snjókarl og kappakstursbíl), u.þ.b. 10 gerðir af öðrum kökum, 3 pizzur, 20 pylsur og ótrúlega mikla gleði yfir að hitta alla vinina og ættingjana. Verð reyndar að játa það að ég var alveg búin eftir helgina... Ætlum að bjóða á skauta í Egilshöll á næsta ári... Pylsu og kók í Gullnesti Ég er ekki enn búin að koma inn myndum frá veislunum þar sem tölvan mín er alltaf að stríða mér. Ég er núna að "stelast" í tölvuna hans Gústa míns...
Eigið góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 18:18
Stillingaratriði...
Já, stundum er maður svolítið tregur en nú er ég alla vega búin að fatta að opna athugasemdirnar fyrir öllum sem eitthvað vilja segja við mig... Það þarf sem sagt ekki að staðfesta netfang lengur!
Annars allt fínt að frétta úr snjónum. Hér kyngir niður og við familían vorum úti áðan og sú stutta dugleg að renna sér á snjóþotu. Ég fór eina bunu á rassaþotu og ruddi bílastæðið í leiðinni Ódýr mokstur það ha/ha.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í vinnunni í dag. Fór með ungmennin mín á kaffihúsið í Alþjóðahúsinu. Þar fengum við ekkert sérstakar móttökur. Vorum beðin um að halda þeim öllum á sama stað! Eins og við værum með einhverja maura á ferð! Svo fengum við augngotur og fýlusvip og þetta var allt frá yfirmanninum á staðnum... Ég varð sérstaklega fyrir vonbrigðum því þetta var í ALÞJÓÐAHÚSINU! Þangað eru sem sagt allra landa manneskjur velkomnar svo lengi sem þær eru ekki fatlaðar (eða hvað?)... Svo er verið að kvarta yfir skorti á umburðarlyndi gagnvart útlendingum... Þess má geta að þessi yfirmaður var einmitt útlendingur og hann skorti svo greinilega umburðarlyndi gagnvart fötluðum!
Búin að pústa í bili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 17:37
Mér líður eins og ég sé komin...
NORÐUR !! Snjór upp að hnjám og yndislegt veður! Í minningunni voru jólin alltaf svona fyrir norðan. Ég sótti Rebekku á leikskólann áðan og við vorum úti í góða veðrinu í nærri klukkutíma. Komum inn með rjóðar kinnar og ég fékk mér kakó og flatbrauð en heilsuboltinn minn fékk sér gulrætur! Ef hún fengi að ráða borðaði hún bara "heilsunammi" og segið svo að Latibær sé ekki að koma inn jákvæðum skilaboðum til barnanna! Sitjum núna yfir Andrési Önd og Moggablogginu...
Ég er á fullu að undirbúa afmæli heimasætunnar. Veislurnar verða tvær líkt og fyrri ár. Sú fyrri laugardaginn 26. jan fyrir ættingja og sú seinni sunnudaginn 27. jan fyrir vini. Svo verður smá gathering hjá mér á föstudagskvöldið næsta en þá koma samstarfskonur mínar úr Gylfaflötinni í dekur... Ég fæ líka dekur og á víst ekki að þurfa að gera neitt... Ég hlakka mikið til. Sendi bara restina af fjölskyldunni upp í bústað eða eitthvað...
Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á ættarmótsvefinn og er að fá fleiri myndir í sniglapósti til að skanna inn og setja á vefinn. Ég var líka aðeins að breyta útlitinu á heimasíðu Gylfaflatar og á eftir að snurfusa það aðeins.
Svo er það bara saumó í kvöld hjá Þórunni. Hlakka rosa til að hitta gellurnar!
Bið að heilsa í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 23:35
Mig langaði bara að...
... segja ykkur að ef einhverjir ættingjar mínir í móðurætt slæðast hér inn þá hef ég stofnað nýja bloggsíðu fyrir ættarmótið okkar í sumar. Slóðin er www.palsgerdi.blog.is og hvet ég alla að kíkja þar inn og einnig að senda mér myndir og upplýsingar til að setja þar inn.
Með ættarmótskveðju
Anna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 19:46
Enn ein helgin...
...á enda og alltaf styttist í sumarið Mikið hlakka ég til þess að fara upp í bústað í sumar og grilla, liggja í grasinu, vaða í ánni og slappa af...
En að nútímanum aftur. Við erum búin að hafa það gott um helgina. Rebekka dreif foreldra sína í íþróttaskólann í gær og skemmti sér stórvel. Svo fór ég til mömmu að hjálpa henni við að pakka niður þar sem hún er nú að flytja. Við Rósa systir pökkuðum í nokkra kassa og vorum duglegar að henda gömlu drasli Svo bauð ég mömmu og Steindóri í mat í gærkvöldi því þau eru nú bæði að pakka niður og ekkert gaman að þurfa að elda í leiðinni... Við áttum svo notalegt kvöld.
Í dag fóru feðginin í sunnudagaskólann og kom Rebekka heim syngjandi... vegsamið Guð!! Ég fékk að leggja mig á meðan... Við Rebekka fórum svo í afmæli til Helga besta vinar hennar í næsta húsi og nutum þar góðra veitinga og samfélags við fullt af fólki af norðurlandinu. Gústi var í stúdíóinu að vinna á meðan og var að detta inn úr dyrunum rétt í þessu með hamborgara ofan í liðið.
Ég kveð því að sinni enda orðin svöng...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)