Við eigum snilling!

Í dag var ég með Rebekku okkar í 3ja og hálfs árs skoðun. Hún var látin taka alls konar próf, spurð spjörunum úr og látin hoppa, skoppa og skrítla. Hún stóð sig með stakri prýði og var m.a. töluvert langt yfir meðallagi í málþroska. Svo ég vitni nú í orð hjúkkunnar þá sagði hún að sér finndist hún vera glöð og kát stelpa, skemmtilegur karakter, skýr og dugleg. Það voru afskaplega glaðar mæðgur sem fóru heim frá heilsugæslunni í dag. Betra gerist það nú varla! Svo var hún líka yfir meðaltali í hæð... hún erfir það nú frá mér Smile.

Það var kökubasar í leikskólanum í dag og alltaf þegar kökubasar er þá fær Rebekka að velja sér köku. Well, hún velur alltaf eins kökur... skúffukökur með nammi ofan á. Þegar heim kom eftir skoðunina sofnaði ég smá stund og pabbi var að sjá um stelpuskottið á meðan. Hann var nú eitthvað niðursokkinn því áður en hann vissi af var búið að borða allt nammið ofan af kökunni og stóran part af kökunni sjálfri. Hann fattaði það þegar Rebekka sveiflaði sér í ljósakrónunni fyrir ofan borðstofuborðið, tók flikkflakk í loftinu og lennti ofan á honum í sófanum... nei, nei þetta er nú smá ýkt en stelpugreyið var í algjöru sykursjokki!! Það gerist nú ekki oft á þessu heimili því hún fær mest megnis ávexti og grænmeti á milli mála. Hún sofnaði nú þrátt fyrir þetta um 9 leytið eftir að hafa fengið djúpsteiktan fisk og franskar á Stælnum í kvöld.

Brúðkaup á sunnudag. Rebekka ætlar að vera hjá Rósu á meðan og svo eitthvað hjá Söndru. Þær verða að taka hana með sér á samkomu hjá vottum Jehova... því hún er á sama tíma... spurning hvort Rebekka syngji ekki bara "Að krossinum" fyrir fólkið Halo. Nei, nei það verður gaman fyrir hana að vera með Daníel, Benedikt, Ingvari Snæ og Leu Mjöll. Við njótum þess líka að vera barnlaus í smástund... Það er Addi hálfbróðir Gústa sem er að fara að giftast henni Lilju.

Heyrði aðeins í mömmu áðan. Þau Steindór eru enn á Marmaris. Þau voru að kvarta yfir kulda!!!! Bara 27 gráður kl. 21 að staðartíma!! Það er nú ekki alveg í lagi. En þau segja að það séu nú viðbrigði að fara úr 40 gráðum í 27 en verði þeim að góðu þegar þau koma heim LoL.

Sitjum hér hjónin að hlusta á U2. Frábær tónlist og gaman að hlusta á Miss Sarajevo til minningar um L. Pavarotti. Rómantíkin að fara með okkur eða þannig... Ég í tölvunni og Gústi að grúska í textabókum...

Gústi ætlar í málningarferð í Ölver á morgun svo við Rebekka verðum tvær heima ef einhverjum dettur í hug að kíkja á okkur... Bara þvottur og smá þrif á dagskránni og tvær kökur fyrir brúðkaupið...


Þið hefðuð ekki viljað sjá okkur í nótt...

Mikið finnst mér þessi rigning þreytandi og ekki bætir vindurinn úr. Við hjónakornin urðum að rífa okkur upp kl. 1 í nótt og týna allt inn af svölunum hjá okkur. Frekar kalt á slopp og inniskóm og örugglega hörmuleg sjón. En dótinu var bjargað og við gátum sofnað róleg... Sleeping.

Við erum búin að sjá eintak af bíl sem okkur langar í. Fyrir tilviljun rakst ég á auglýsingu með honum og það var meira að segja liturinn sem okkur langar í... Þessi bíll er ekki ekinn nema 30.000 km og er sjálfskiptur. Segi ekki meir... En við erum alveg á  báðum áttum hvort við eigum að fara út í bílakaup því bíllinn okkar flaug í gegnum skoðun síðast og er í ágætu standi þannig séð. Hann er auðvitað gamall, mikið keyrður, eitt og annað á næstsíðasta snúning og smá "heimatilbúin skreyting" framan á honum Wink þannig að það er alveg spurning hvort maður á nokkuð að sinna þessum hégóma. Við erum náttúrulega að leggja mikið í bústaðinn núna svo buddan er rír eins og er. Vorum reyndar að fá verðmat á bústaðinn í dag og hann er metinn á 12,3 milljónir eins og hann er! Við erum mjög ánægð með það miðað við að hann er ekki einu sinni fullbúinn og eftir að gera allt útivið, þ.e. pall og svoleiðis. Við höfum aldrei átt nokkuð svona dýrmætt á jarðneskan máta, þá meina ég ÁTT en ekki á lánum.

Frá og með næsta mánudegi er ég að fara að breyta aðeins vinnutímanum mínum. Ég ætla að prófa það í mánuð til að byrja með. Ég ætla sem sagt að byrja að vinna kl. 8:45 fjóra morgna í viku í stað 8:30 og vinna einum klukkutíma lengur á þriðjudögum í staðinn. Með þessu get ég farið að taka strætó í vinnuna og Gústi haft bílinn. (Ég veit að ég er að taka séns eftir strætóævintýri helgarinnar...) Þetta er þó liður í aukinni hreyfingu hjá mér því ég mun þurfa að ganga mikið meira en ég geri... Ég kem svo til með að nota þennan aukaklukkutíma á þriðjudögum til að vinna í heimasíðunni sem ég er að gera fyrir Gylfaflöt. Þá kemst kannski einhver skriður á hana...


Það er ekki nema von...

... að fólk sé ekki að nota strætó í höfuðborginni oftar en nauðsynlega þarf. Svo var í dag að ég ákvað að taka strætó með henni Rebekku minni úr Seljahverfi heim í Grafarholtið. Við fórum á stoppistöð sem hét Engjasel og biðum ekki nema í um 10 mínútur eftir að strætóinn kom. Mín var mjög spennt enda ekki oft sem við ferðumst með þessum gulu antíkmunum. Við fórum svo úr í Ártúninu með skiptimiða í hönd og ætluðum að taka leið 18 heim í holtið. Well, við fórum upp á stoppistöðina á Vesturlandsveginum og viti menn... 40 mínútur í næsta vagn!!!! Það er nefnilega sunnudagur og bara einn vagn á klukkutíma... Nú voru góð ráð dýr. Ég hringdi í örvæntingu í Rósu systir enda býr hún í Árbænum og plataði hana til að sækja okkur í Ártúnið. Þessi ferð okkar endaði svo alls ekki í Grafarholti heldur í berjamó með Rósu, Daníel, Benedikt, Söndru, Ingvar Snæ og Leu Mjöll. Ekki alveg planið... en ofsalega gaman og Rebekka skemmti sér stórvel með "strákunum sínum". Okkur var svo skutlað heim á gylltum Avensis um hálf 7 í kvöld sem var örugglega mikið þægilegra en strætó.

En í dag erum við mæðgur nú búnar að afreka ýmislegt. Byrjuðum morguninn hjá Helga Fannari í heimabakaðri skúffuköku og muffins. Fórum svo í 3ja ára afmæli til Ara Þrastar þar sem við hittum alla föðurfjölskyldu Gústa. Gústi var fjarri góðu gamni því hann fór upp í Ölver að mála. Betra að gera það "barnlaus" því málning virðist alltaf rata í fatnað barna þó svo þau komi ekki nálægt henni Wink.

Eftir strætóævintýrið fórum við reyndar með Rósu í Europris og fjárfestum þar í nýjum stígvélum og regngalla handa Rebekku. Hún er nánast vaxin upp úr fína 66°N gallanum og komin tvö göt á stígvélin hennar. Ég hef hingað til haft visst merkjasnobb gagnvart útifatnaði á dóttur mína og eyddi rúmlega 30.000 kr í útigalla, regnföt og kuldaskó handa henni sl. haust. En ég er blessunarlega læknuð af þessu snobbi og finnst reyndar þessi regngalli sem ég keypti handa henni í Europris á 3.ooo kr mikið praktískari en fíni 8.ooo kr. regngallinn úr 66....... Hann er td. fóðraður með flís og bíður upp á fleiri "stækkunarmöguleika". Merkileg frásögn ekki satt?

 


Alltaf nóg...

... að gera á þessu heimili. Þó erum við nú ekki duglegust að taka þátt í öllu því sem í boði er... En nú erum við að reyna að gera betrumbætur þar á. Vorum sem sagt í afmæli í gærkvöldi, Rakel Eva systurdóttir Gústa átti það. Á morgun er afmæli þar sem Ari Þröstur systursonur Gústa verður 3ja ára. Svo er á næstunni brúðkaup hjá bróður hjá Gústa og svo á pabbi hans Gústa stórafmæli í mánuðinum. Já, aldrei þessu vant er það fjölskyldan hans Gústa sem heldur okkur við efnið, yfirleitt er það mín fjölskylda svo þetta er góð tilbreyting. (Svolítið oft "Gústa" í þessari færslu Smile).

Svo er næsta vika voða mikið bókuð. Gústi að æfa fyrir brúðkaup Adda á mánudagskvöldið, Gústi á starfsmannafundi á Lindinni á þriðjudagskvöldið, ég á starfsmannafundi í Gylfaflöt á fimmtudagseftirmiðdag og Gústi að spila í Samhjálp á fimmtudagskvöldið... Þarnæsta vika - stjórnarfundur í húsfélaginu hjá mér, saumó hjá mér á miðvikudagskvöldið og Gústi í Samjálp á fimmtudagskvöldinu. Er það nema von að maður sé stundum þreyttur??

Erum á leiðinni upp í bústað að taka aðeins til hendinni. Bústaðurinn er kominn inn í fasteignamatið og er á byggingarstigi 5 (sem sagt ekki fullbúinn, held að byggingarstig 6 sé fullbúinn). Eigum eftir að gera ýmislegt áður en fasteignamatið verður kallað til í lokamat. En góðir hlutir gerast hægt Grin

Jæja, komin röðin að mér í sturtunni... og allir farnir að bíða eftir að komast upp í bústað...


Jæja nú er ég...

fúl Frown. Ég var búin að ákveða að skrá mig á námskeið hjá Háskólanum á Bifröst sem á að hefjast í janúar n.k. en á heimasíðunni þeirra stóð hvergi hvenær umsóknarfrestur rynni út. Well, núna er búið að loka fyrir umsóknir vegna mikillar aðsóknar! og ég er ekki búin að sækja um. Þetta finnst mér nú ekki sanngjarnt því ég hefði að sjálfsögðu verið löngu búin að skrá mig ef það hefði verið einhver umsóknarfrestur!!! Alla vega, ég er búin að senda e-mail þar sem ég skýri frá þessum vonbrigðum mínum...

Annars er lífið allt í sínum skorðum. Rebekka Rós sagði mér í morgun að býflugurnar hjálpa blómunum að vaxa (eru sem sagt ekki bara í því að stinga fólk) og svo bjargaði hún ánamaðki í dag. Það var stelpuánamaðkur LoL og þegar hún ætlaði að leyfa ánamaðkinum að sofa í rúminu sínu í nótt sannfærði pabbi hennar hana um að ánamaðkamamma yrði sorgmædd að fá ekki stelpuna sína heim svo henni var sleppt í grasið... Skemmtilegt þetta...

 

 


Berjaski..

Jæja, þá er maður orðinn fjólublár af berjaáti og kominn með vindverki í magann... Við fjölskyldan borðuðum kvöldmatinn snemma í dag og skruppum svo í ber. Ég og Rebekka tíndum krækiber og Gústi sá um bláberin. Greinilegt að það er að komast í tísku hér fyrir sunnun að fara í ber. Þegar við vorum að fara í ber í fyrra og hitteðfyrra sást varla hræða í berjamó (þar sem við erum vön að fara) og nóg af berjum fyrir okkur. Núna er fólk upp um alla hóla að tína ber og það er ekki nóg handa öllum! Við komum þarna fyrst... Angry. Ég held að þetta kalli á eina ferð upp í Borgarfjörð þar sem við höfum aðgang að góðum berjasvæðum enda finnst mér á krækiberjunum að það sé farið að kólna ískyggilega á næturnar hér sunnan heiða. Bláberin eru ennþá fín, virðast þola kuldann betur.

Rebekkan er alltaf jafn yndisleg. Í dag fékk hún "klaymó" í verðlaun fyrir frábæra frammistöðu á wc-inu. Hún er algjör playmó aðdáandi og fékk hún lítinn skemmtibát með alls konar fylgihlutum og mömmu með litla barnið sitt í burðarrúmi. Veit samt varla hvort skemmti sér betur dóttirin eða pabbinn Wink. Ég sá líka alveg rosalega flottan leikvöll í playmóinu sem mig langar að kaupa handa henni næst þegar við viljum verðlauna hana... Þegar líður að jólum og afmæli prinsessunnar mega vinir og ættingjar alveg hafa þetta áhugamál hennar í huga...

Rebekka varð voða fúl í dag þegar pabbi hennar koma að sækja hana á leikskólann, stóð föst á því að mamma ætti að sækja í dag! En þegar pabbi sýndi henni að hann hafði tekið hjólið hennar með að sækja hana hvarf nú fýlan fljótt og hún brunaði um hálft Grafarholtið á hjólinu... Þegar heim var komið var svo pabbi dreginn út í garð með fótboltann... Sú stutta fer að æfa fótbolta um leið og hún hefur aldur til... Hún er þrusuflínk með boltann.DSC05513


Dásamleg helgi...

... að baki Frown. Við Gústi vorum einmitt að tala um það áðan að maður þarf eiginlega bara að hafa það ömurlegt um helgar því þá er svo gaman að fara aftur að vinna á mánudegi......... Við eigum hins vegar oftast alveg hreint frábærar helgar og njótum þeirra til hins ítrasta - þess vegna er alltaf erfitt fyrir okkur að fara aftur til vinnu...

Alla vega - aðeins frá helginni. Við Snjólaug frænka keyrðum sem leið lá upp í Svignaskarð sl. föstudag í húsmæðraorlofið okkar (með smá montviðkomu í Ölver (já það er skrifað svona)). Vorum komnar þangað um kvöldmat, hituðum okkur smá snæðing og fórum svo í pottinn! Horfðum svo á Miss Potter á dvd og kúrðum okkur svo á sófanum og töluðum um allt milli himins og jarðar fram undir miðnætti. Þreyttar mæður fóru þá í háttinn, lásu hálfa blaðsíðu í góðri bók og steinsofnuðu útfrá því.

Laugardagurinn var alveg jafn notalegur. Fórum tvisvar eða þrisvar í pottinn, borðuðum, horfðum á Dirty Dancing á dvd, lásum, töluðum og töluðum og töluðum! Um kvöldið horfðum við á tvær bíómyndir á rúv! Já, á rúv! Það voru My big, fat greek wedding og The Outoftowners. Svo var talað og talað og talað! Fórum að sofa um 1leytið eftir að hafa myrt nokkrar köngulær Whistling Veðrið var dásamlegt þennan dag en það var eins og himnarnir opnuðust um nóttina. Ég hélt hreinlega að við þyrftum árabát til að komast aftur í bæinn í dag...

Í morgun var svo talað enn meira og farið enn einu sinni í pottinn. Við fórum að taka saman um hádegi, þrífa og svona og vorum lagðar af stað heim á leið um 2leytið. Ég segi fyrir mig að ég var gjörsamlega úthvíld og búin að tala meira en ég hef gert lengi!! Ekki síðan í grunnskóla held ég, þegar við Snjólaug vorum að gista hjá hvor annarri og töluðum við þá mest um stráka... skrítið... Við tölum mest um stráka enn í dag en bara tvo... okkar heittelskuðu Gústa og Fúsa. Þið eruð bestir!!!

Þegar heim kom voru Gústi og Rebekka Rós í grasagarðinum en komu fljótlega að hitta mig Kissing. Við fórum svo í Fíladelfíu á samkomu og ég og Rebekka fórum í barnastarfið. Rebekka vissi ekki af mér fyrst inni í salnum í barnastarfinu og það var svo gaman að sjá hversu hún naut sín, var að taka þátt og var alls ekki feimin. Um leið og hún sá að ég var enn til staðar kom hún og vildi sitja hjá mér... En hún var voða glöð með þetta og hlakkar til að fara aftur. Við fórum svo á McDonalds og fengum okkur bráðhollan kvöldmat... Nú sitjum við hjónin með sitthvora fartölvuna og bloggum, Gústi að skrifa inn á Hljóðafl og ég að rembast við að tjá mig hér...


Styttist óðum...

... í langþráð húsmæðraorlof. Það hefst á morgun og er ég búin að vera að þvo þvott, strauja og gera allt tilbúið til að geta yfirgefið heimilið í tvo sólarhringa Undecided. Þ.e. gera allt fínt svo Gústi minn þurfi ekkert að hafa fyrir hlutunum um helgina. Ég er meira að segja búin að elda svo hann geti bara hitað upp matinn. Og ef einhver ætlar að kommenta á að hann geti nú alveg gert þetta sjálfur þá hefur hann nú ekkert verið að biðja mig um þetta... Ég er bara að fara í svona húsmæðraorlof í fyrsta skipti og hef ekki samvisku í annað... InLove

Rebekka mín er svo yndisleg. Hún er farin að sofna eldsnemma á kvöldin enda enginn dúr í leikskólanum á daginn. Maður veit varla hvað maður á að gera af sér eftir að hún er sofnuð því maður er bara ekki vanur þessum lúxus. Svo er þetta bleyjustand hætt þegar gera á nr2. Hún sko neitaði alfarið að gera nr2 í klósett en nú er þetta bara allt farið að ganga svo á þessu heimili verða ekki keyptar bleyjur í bráð. Uppáhaldið hennar þessa dagana er playmó eða "kleymó" eins og hún kallar það (mér finnst það alltaf jafn fyndið). Hún getur setið tímunum saman og dundað sér. Annars dreymir hana núna um kafarabúning... mér finnst það svona heldur snemmt að fara að stunda köfun 3ja ára gömul. Ætli við förum ekki bara með hana á sundnámskeið í vetur...

Bakið aðeins betra í dag. Fór í vinnuna í morgun og fékk smá nudd og cranio hjá yfirþroskaþjálfanum okkar. Mér leið mun betur eftir það. Plata hana kannski aftur á morgun að krunka í mig...

Hitti nýja forstöðuþroskaþjálfann í vinnunni í dag. Lýst vel á hana. Trúuð kona og það skemmir nú ekki fyrir Wink. Við eigum sameiginlegan vin sem er hann Gunni trommari. Gaman að því.

Mamma og Steindór eru að fara til Tyrklands á morgun í 3 vikur!! Mér finnst það alltof langt mín vegna en frábært þeirra vegna. Vona bara að þau skemmti sér vel og komi brún og sæl til baka.

 - - - - - - - - - - -

Mikið fannst mér sorglegt í dag að lesa um andlát Tjörva Freys Freyssonar Friðrikssonar harmonikkuleikara í Samhjálp. Mann setur hljóðan við svona fréttir. Gústi tók þátt í styrktartónleikum til styrktar fjölskyldunni í fyrra og eftir það er maður búinn að vera að fylgjast með gangi mála á netinu. Þessi fjölskylda á virðingu mína alla og votta ég þeim öllum mína innilegustu samúð. Ég bið Guð um að veita þeim styrk til að halda áfram. Ég bið líka Guð um að styrkja Friðrik á þessum erfiðu tímum.

 


Jæja þar kom að því...

... bakið alveg að drepa mig. Gat varla stigið upp úr rúminu í morgun. Ofgerði mér í æfingum á laugardaginn og er búin að vera svolítið slæm eftir það en bara alveg bakk í dag. Notaði tækifærið og labbaði með Rebekku í leikskólann í morgun því það liðkar svolítið neðstu hryggjarliðina en svo er ég með heilmikið tak á milli herðablaðanna. Þegar ég kom í Stykkishólm í janúar voru 2 eða 3 rifbein alveg föst þarna milli herðablaðanna, þ.e. enginn hreyfanleiki í þeim. Mér finnst ég einmitt öll vera að stífna smátt og smátt upp... Það er nú örugglega ýmislegt sem hefur áhrif í þessum efnum. T.d. veðráttan núna, svo líður að "skemmtilega tíma" mánaðarins, það að Rebekka kemur alltaf upp í á nóttunni og ég sef í einum hnút út á brún... og svo auðvitað það að ég er oft svo þreytt þegar ég kem heim úr vinnunni að ég hreinlega orka ekki að gera æfingar... Frown.

Veit! Þetta eru mikið til hlutir sem ég get unnið í en þegar maður gengur með stöðuga verki í stoðkerfinu (líður oft eins og ég sé að fara að fæða barn...) þá er nú ekki hátt á manni risið. Þegar ég var útskrifuð úr Stykkishólmi vorum við aðeins tvær af þrettán einstaklingum sem vorum að fara beint í vinnu. Hinir voru annað hvort í veikindaleyfi eða á leiðinni í veikindaleyfi. Þetta er nefnilega aðeins meira en að segja það að vera svona bakveikur... Arg. Ekki það hlutskipti sem ég hafði óskað mér! Ok, er aðeins fúl yfir þessu núna en yfirleitt reyni ég að láta sem ekkert sé því ég þoli heldur ekki sjálfsvorkunn. En nú ætla ég aðeins að leyfa mér að falla í hana.......


Önderkover blús!

Sit og er að horfa á 3 lbs og er búin að vera að spá í hvað grínmyndin heitir sem annar aðalleikarinn í þessum þætti lék í fyrir mörgum árum og mér fannst ótrúlega fyndin... Well, ég gúgglaði Kathleen Turner sem einnig lék í myndinni og fann hana! Hún heitir Undercover Blues og þessi leikari lék persónu að nafni Muerte. Ég og Þorgils bróðir erum enn að vitna í þessa mynd af og til og ég segi aftur, hún er svo fyndin að ég horfði á hana mörgum sinnum á sínum tíma. Dennis Quaid lék líka í henni sem eyðilagði nú ekki fyrir. Eins gott að einhver videóleigan eigi hana því ég verð að fara að sjá hana aftur!

Var annars í dag að "snúa" stofunni meðan Gústi var að spila með Samhjálparbandinu í Fíladelfíu. Ég fæ stundum svona þörf fyrir breytingar og þá bara framkvæmi ég þær... annars vorum við nú búin að tala um að gera þetta fyrir löngu. Ég er mun sáttari við stofuna núna og þá er bara að fara að koma öllum aukahúsgögnunum hérna upp í bústað...

Rebekka er búin að vera svolítið ólík sjálfri sér í dag. Sofnaði í smástund í dag og vaknaði bara voða fúl eitthvað. Vona að hún sé ekki að verða lasin... það byrjar oft svona hjá henni. Annars er hún á fullu í sjálfstæðisbaráttunni sinni og vill helst gera allt sjálf, hvort sem það er að elda mat, setja í þvottavél eða þrífa. Hún er búin að vera um allt hús með glerfægilög og tusku og verður bara hundfúl ef maður er eitthvað að setja ofan í við hana... Það væri gaman að vita hvort hún verður svona viljug með tuskuna þegar hún kemst á unglingsárin InLove

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband