18.8.2007 | 20:52
Það er aldeilis slegið um sig núna.
Borga leikskólastarfsfólki rest af fjárhagsáætlun sem smá bætur fyrir allt álagið sl. ár og svo á núna að fara að styrkja fólk til að stunda atvinnu. Ok, þetta er mitt álit EN frístundaheimilin eru ekki að gera sig og hafa aldrei gert. (Bendi á að ég hef starfsreynslu úr grunnskóla og úr félagsþjónustu og er tómstunda- og félagsmálafræðingur svo ég veit aðeins hvað ég er að tala um...)
Strax í öðrum bekk (fyrir rúmlega 20 árum síðan) var ég í skólanum frá 8:00 til 16:30 (innifaldar ferðir til og frá heimili). Þó ég segi sjálf frá þá kom ég nú bara nokkuð eðlileg úr þessari skólagöngu minni. Á móti naut maður lengri jóla,- páska- og sumarfría í faðmi fjölskyldunnar. Eldri systkini mín voru á heimavist svo þau komu ekki heim nema 2 daga í viku, og þau eru líka nokkuð eðlileg... Hvernig væri nú bara að fara aftur í gamla kerfið og allir vinna vinnuna sína eins og fólk, fá borgað almennilega fyrir og allt þetta vesen er úr sögunni?
Svo mætti fara að borga okkur sem vinnum með fötluðum einhverjar aukakrónur líka! Sem væru þó ekki "aukakrónur" því við erum engan veginn að fá borgað í samræmi við það vinnuframlag sem við veitum. Á hverjum degi hagnast ríkið á okkur um margar krónur og við látum bjóða okkur það eingöngu vegna þess að þeir einstaklingar sem við vinnum með hafa ratað inn í hjarta okkar, búið um sig þar og við viljum vera með þeim og veita þeim þjónustu! By the way þá eru lausar 2 stöður á mínum vinnustað frá 1. sept...... Einhver með STÓRT hjarta og getur lifað á LITLU?
Kanna á með námsstyrki til námsmanna sem vinna á frístundaheimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2007 | 20:24
Menningarnótt...
Ég hef akkúrat ekkert um menningarnótt að segja en datt engin önnur fyrirsögn í hug.... Við höfum haldið okkur í úthverfum borgarinnar í dag en Gústi minn var nú reyndar að fara niður á Miklatún áðan því "þar sem það eru tónleikar, þar er Gústi" . Annars hefur dagurinn liðið í rólegheitum, skruppum í vöfflur til mömmu og Steindórs. Þar voru líka Rósa systir, Svenni og Daníel. Rebekka og Daníel fóru strax út að leika sér, hann er mjög duglegur að nenna alltaf að leika við hana enda er hann algjörlega Idolið hennar! Það eina sem hana langaði að gera í morgun var að "fara í fótbolta með Daníel". Litla fótboltastelpan okkar, hún á framtíðina fyrir sér í boltanum...
Svo kíkti pabbi í heimsókn, var í borginni ótrúlegt en satt. Ég held stundum að hann sé fluttur upp í Borgarfjörð - hann er að vinna þar eins og er. Við vorum að leggja línurnar með áframhaldandi vinnu í bústaðnum. Vorum að ákveða hvaða parket á að fara á stofuna og hvað þarf að gera fyrir veturinn svo ekki frjósi í neinum lögnum og því um líkt. Gústi á eftir 2 vikur í sumarfríi (sem hann fær ekki fyrr en í október ca.......) og þá verður væntanlega unnið á fullu uppfrá. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa eignast þennan bústað því við eigum oft eftir að fara þangað til að slappa af og hafa það gott!
Við Rebekka liggjum saman á sófanum að horfa á Rauðhettu á 48 klst dvd. Þessari sem er núna búin að endast í 6 daga?! Erum ekki alveg að skilja þetta en mér er alveg sama því þetta er frábær útfærsla á ævintýrinu, flott raddsetning og flott tónlist...
Var í svaka partýi í gær, afmæli Alísar og Erlu. Mjög gaman með fullt af flottum kvennsum og frábærum veitingum. Ég fékk nokkur hlátursköst og átti nokkur komment sem féllu í misjafnan farveg (hugsa nú samt að mikill meirihluti hafi náð pojntinu í djókinu). Ég sá að ekki voru alveg allir að fíla húmorinn minn en "who cares" því ég skemmti mér vel og aumingja þeir sem taka sjálfa sig svo hátíðlega að ekki er einu sinni hægt að hlægja að 5aurabröndurum í stelpupartýi! Ég hélt að stelpupartý væru einmitt til þess! Er ég kannski að misskilja eitthvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 17:17
Ótrúlega næs...
... að heyra í manninum og dótturinni laga til inn í herberginu hennar. Mér líður bara eins og prinsessu . Nei, nei ég er nú búin að þrífa baðherbergið hátt og lágt svo þau eru nú ekki í neinum þrælabúðum hjá mér þar sem ég sit á sófanum og blogga og þau sjá um þrifin...
Í fyrsta sinn á ævinni finn ég fyrir kvíða fyrir vetrinum! Mér hefur alltaf fundist haustið svo sjarmerandi, byrjað að föndra fyrir jólin í september, farið í ber og gert þessi svona venjulegu haustverk. En núna er ég einhvern veginn í algjöru óstuði (nenni reyndar alltaf í ber...). Ég fæ bara smá hnút í magann yfir því að fram undan séu kaldir og dimmir mánuðir. Ég veit ekki alveg hvað er um að vera en ég hlýt nú að komast yfir þetta. Alla vega líður tíminn án þess að ég fái nokkuð um það sagt.... Kannski er bara kominn tími á að familí Böðvarsson flytji til heitari landa?!! Who knows...
Annars, veit einhver hvernig þessar 48 klst dvd myndir virka sem maður getur keypt og þarf aldrei að skila eins og auglýst er? Rebekka fékk eina svona mynd og nú eru liðnir 96 klukkutímar og diskurinn þrælvirkar ennþá...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 21:11
Fyrir nokkrum árum...
... hefði mér aldrei komið til hugar að einhver ætti eftir að eiga mig með húð og hári 100% og ég kæmi litlum vörnum við. Það eru svolítið breyttir tímar hjá mér þar sem ég var nú búin að vera "svo til ein" til 25 ára aldurs og gat gert akkurat það sem mér datt í hug og langaði til. Núna snýr maður sér ekki við án þess að íhuga þarfir annars einstaklings fyrst! Okkar yndislega dóttir. Hvað get ég sagt?! Hún er dýrmætari en nokkur gimsteinn og maður mundi vaða eld og brennistein fyrir hana. Núna liggur hún inni í rúmi og grætur því hún vill ekki fara að sofa. Gústi tók að sér svæfinguna í kvöld því mig langaði aðeins að sinna áhugamáli mínu... en ég get ekkert gert því ég næ einhvern veginn ekki að einbeita mér með hana grenjandi inni... þó svo ég viti af pabba hennar inni hjá henni... Maður er nú létt klikk...
Í dag fór hún á aðra deild á leikskólanum hennar. Þau voru nokkur sem fluttust yfir svo yngri börn kæmust að á gömlu deildinni. Ég átti svo gott samtal við deildarstjórann í dag að ég er rólegri núna yfir að skilja Rósina mína eftir á leikskólanum en ég hef verið allt þetta tæplega ár sem hún er búin að vera þar. Áherslurnar á nýju deildinni eru allt aðrar en á gömlu og allt öðruvísi haldið á hlutunum. Á gömlu deildinni var t.d. bara einu sinni farið út með börnin alla síðustu viku!! Og sl. vetur vorum við foreldrarnir í því að kvarta yfir því að það væri ekki farið úr nema ca. 4 sinnum í mánuði! Svo er verið að tala um að börn nenni ekki að leika sér úti, séu of feit, liggi yfir sjónvarpinu o.s.frv. Ég horfi alla fram á breytingar að þessu leiti og mörgu öðru sem ég ætla ekkert að fara að tíunda hér svo sem.
Ýmislegt framundan. Afmælispartý hjá Alís og Erlu, gaggahittingur hjá Gústa fyrir norðan, húsmæðrahelgarorlof, brúðkaup hjá hálfbróður Gústa og fleira. Áður en maður veit af verða komin jól!
Skrapp aðeins í ber í dag með Rebekku. Hún borðaði allt sem hún týndi jafnóðum og svo þegar átti að fara aftur í bílinn varð hún alveg ómöguleg því hún var ekki með nein ber í fötunni sinni!! Dahh! Ok, týndum 20 ber sem hún mátti ekki snerta á fyrr en hún væri spennt í bílinn og það var virkilega erfitt... mamma, má ég fá eitt? en núna? en núna?
Jæja, komin ró í svefnherberginu og ætla að sjá hvort ég komi ekki einhverju í verk...
Til ykkar sem fóruð að humma ..."þegar fékk ég gítarinn"... SORRY
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2007 | 20:27
Arg!
Okei, gærdagurinn var yndislegur en að vera latur tvo daga í röð er bara rugl!
Við ætluðum aldeilis að gera margt í dag... en það endaði með sturtu og sjæni á sama tíma og í gær, þ.e. kl 2! Svo ætluðum við nú að skutlast upp í bústað og láta hendur standa fram úr ermum... en það endaði nú bara niðri á Austurvelli í Sniglabandspartýi! Jæja, eftir það var brunað heim, skipt um föt, matur keyptur í Nóatúni, bensín í Mosó og svo átti að leggjaíann. EN nei, nei, pabbi er á haus í grunnum lengst upp í Borgarfirði svo hann kemur ekki í Ölver fyrr en í fyrramálið... Og þá nenntum við nú ekki lengra... Enduðum í kaffi hjá múttu upp í Breiðholti. Fórum svo heim, vorum að enda við að borða 1944 og nú liggja allir yfir imbanum. Þetta er bara ekki hægt! Eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 20:23
Svona á lífið að vera!
Það sem við erum búin að hafa það hryllilega gott í dag. Litla Rós vaknaði upp úr 8 og fórum við mæðgur á fætur og leyfðum pabba að lúra aðeins lengur. Þegar leið á morguninn skiptum við Gústi um hlutverk og var ekki farið almennilega á ról hér á bæ fyrr en um 2 leytið! Oh, hvað það var notalegt að lúra, lesa, spjalla og lúra meira... allt nema þegar hoppað var ofan á mann... MAMMA!!! Eftir þvott og sjæn röltum við yfir í næsta hús og kíktum á nýja barnið hjá Sillu og Filla. Litla daman var svo "dæd" og rifjaði það upp ýmsar minningar að sjá hana... Það heyrðist sko bara "kling - kling" í Gústa...
Eftir hlaðborð af veitingum hjá þeim hjónum skruppum við í bíltúr. Mikið er nú fallegt í Úlfarsárdalnum og við Hafravatnið. Keyrðum svo hálfa leið upp að Nesjavöllum en snérum við og skruppum í "leyndóberjamóinn" okkar. Skönnuðum aðeins landið þar og ætlum að fara að taka nokkra túra í berjamó. Týndum smá sem við ætlum að hafa með ís og rjóma í kvöld . Ég er svo glöð að eiga mann sem deilir með mér innilegri aðdáum á berjum...
Vorum að enda við að borða hálfgerðan jólamat og nú er bara að koma rósinni niður. Á morgun er svo áætlað að skreppa í Ölverið og taka smá skurk í sumarbústaðnum. Gústi á eftir að klára að mála stofuna og pabbi ætlar að kenna mér að flísaleggja inn á baði. Svo vantar bara að setja gólflistana í herbergin til að hægt sé að fara að raða inn húsgögnum þar. Get ekki beðið eftir að sofa fyrstu nóttina mína í sveitinni...
Er annars að undirbúa húsmæðraorlof að fyrirmynd Kötu og Óskar... Ég og Snjólaug frænka erum á leið í bústað saman síðustu helgina í ágúst og verður bíllinn pakkaður með föndurdóti, geisladiskum með öllum gömlu lögunum og fullt af góðum mat! Get ekki beðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 21:42
Búin að vinna...
...í tvo daga eftir sumarfrí og er alveg búin á því. Var greinilega í allt of litlu aksjón í fríinu og orðin sófavön líkt og kettir verða kassavanir... Við erum á fullu að undirbúa veturinn á deildinni sem ég stýri í vinnunni. Ég hef bestu samstarfskonu í heimi! Hún er frá Hollandi og er lærður þroskaþjálfi þar í landi. Við erum ótrúlega samstíga í því sem við viljum gera og stundum þegar ég kem með hugmynd og þá er hún akkúrat að hugsa það sama og svo öfugt. Það er gaman að vinna þegar fólk er svona samhent. Síðasta vetur var markmiðið á staðnum að lækka stressstuðulinn og vinna með kvíðavaldandi þætti hjá ungmennunum okkar. Það tókst mjög vel og nú vil ég í vetur vinna að því að lækka stressstuðulinn hjá okkur starfsfólkinu. Það gerist eingöngu með góðum undirbúningi og góðu upplýsingaflæði og því erum við nú þegar farnar að undirbúa veturinn. Við erum meira að segja farnar að hugsa fyrir jólunum... Og það sem meira er þá erum við aðeins farnar að pæla í páskunum .
Annars gengur lífið sinn vanagang hér heimavið. Gústi að vinna klukkutíma lengur þessa vikuna vegna frídagsins á mánudaginn og Rebekka byrjuð aftur í leikskólanum. Hún var barasta glöð með að hitta vini sína aftur, þá sérstaklega Helga Fannar og í dag fór hún meira að segja heim með Helga (voða sport). Okkur foreldrunum var svo boðið í kaffi þegar ná átti í dömuna og losnuðu þau ekki við okkur fyrr en undir kvöldmat. Reyndar fórum við Silla í smá skrappleiðangur og sátum svo úti á bílastæði heima hjá henni í næstum klukkutíma og kjöftuðum (stolin stund...). Mjög notalegt fyrir þreyttar húsmæður... Ég var annars mest hrædd um að hún myndi missa vatnið í bílinn hjá mér en hún var sett sl. mánudag... En allt kom fyrir ekki og lille jenta er ekki enn komin í heiminn. Rebekku finnst mjög merkilegt að Silla skuli vera með barn í maganum og núna gengur hún um allt og segist einu sinni hafa haft litla bróður sinn og litlu systur sína í maganum sínum! Okei okkur fannst nóg um að hún skildi vera búin að búa sér til systkini EN að hún hafi haft þau í maganum!!! Hvað kemur eiginlega næst hjá frökeninni?!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 20:41
Mikið var nú...
... gott að koma heim þó svo helgin hafi verið alveg meiriháttar. Fórum af stað með fulllestaðan bíl áleiðis austur á Hellu um 3leytið á föstudaginn. Okkur vantaði orku á jálkinn svo við ákváðum að koma við á nýju Olísstöðinni í Norðlingaholti og fylla á. Þegar Gústi er að fylla á bílinn kemur til hans þekktur útvarpsmaður frá Rás 2 og vill fá hann í smá viðtal. Þá kom í ljós að Olís var að gefa bensínáfyllingar (við vissum það ekki þar sem við samviskusamlega vorum að hlusta á Lindina ). Við fengum þarna sem sagt 3.013 kr að gjöf frá Olís í formi 95 oktana bensíns. Ekki nóg með það!! Heldur fengum við einnig að gjöf ferða dvd spilara og 10 kvikmyndir! Þetta var lukkudagurinn okkar, við sem aldrei vinnum neitt (kannski af því að við spilum aldrei með í neinu...) Prófuðum um kvöldið að kaupa happadrættismiða til styrktar Samhjálp en komumst að því að útdrátturinn fer ekki fram fyrr en 31. janúar nk. og þá verður nú lukkudagurinn okkar löngu liðinn!! En takk Olís og Rás 2!
Leiðin lá þá næst á Hellu. Við keyrðum þangað með sælusmæl á fjésunum meðan dóttirin svaf í aftursætinu. Við leigðum þar lítið smáhýsi við Rangánna. Vorum þar alla helgina og keyrðum bara á daginn uppí Kot. Sem sagt smá breyting á gistingunni okkar frá því sem ég bloggaði í síðustu viku. Það var yndislegt að vera þarna í Árhúsum, mikil kyrrð, þrifið fyrir okkur á daginn, búið um rúmin og skipt um handklæði. Algjör snilld!
Við vorum búin að ákveða að þetta mót yrði tileinkað Rebekkunni okkar og fórum við með henni á allar barnasamkomurnar. Við foreldrarnir fórum ekki á eina einustu samkomu sjálf en það var sko bara allt í lagi því barnasamkomurnar voru æðislegar. Tónlistin og öll dagskráin voru bara meiriháttar. Rebekka var fyrst um sinn svolítið smeyk og feimin enda örlítið hjarta hér á ferð þegar kemur að hávaða og mannfjölda. Ef þetta hefði verið klettur til að klifra eða á til að busla í hefði mín nú ekki verið smeyk!! En þegar leið á mótið var hún mjög spennt yfir öllu saman og skemmti sér konunglega. Hún var bara hundfúl í morgun þegar hún fékk að vita að við værum að fara heim í "húsið okkar í Reykjavík" en ekki í "kirkjuna í sveitinni".
Við hittum margt fólk sem við höfum ekki séð lengi. Hittum Nicolinu frábæru frá Færeyjum, 6 ár síðan síðast! Hörpu frá Ísafirði, örugglega ár síðan síðast, Láru frá Akureyri, líka ár síðan síðast, Steinar frá Reykjavík (höfum ekki séð hann í ár því hann er búinn að vera í tónlistarnámi í USA). Svo hittum við fjöldan allan af vinum, kunningjum og fólki sem við svona "nikkum" til. Keyptum svo smá tónlist og nokkrar bækur og þrjár samkomur á dvd... Nóg að gera þegar við komum heim . Gærkvöldið var snilld í góðra vina hópi meðan Rebekka lék við besta vin sinn Mikael úti við í frábæru veðri. Brennan hans Geirs Jóns setti svo punktinn yfir i-ið.
Jæja, það varð nú ekkert úr því að ég sinnti húsmóðurstörfum í dag. Fórum beint í svaka kaffiboð til mömmu. Svo lagði ég mig aðeins þegar við komum heim (safna orku fyrir morgundaginn). Gústi grillaði restina af helgarmatnum ofan í fjölskylduna í kvöldmatnum og óhreina tauið er í haugum inni í þvottahúsi... Bíður betri tíma...
Ég vona að þið hafið átt jafn fjölskylduvæna og góða helgi og við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 00:33
Heiðra skalt þú...
... föður þinn og móður. Þegar ég leit inn til dóttur minnar áðan, áður en ég lagðist upp í rúm með fartölvuna í fanginu, (bara til að heyra andardráttinn hennar) fór ég að hugsa um allt dótið sem hún á. Jú, jú með auknum kaupmætti, auknu vöruframboði og öllu því hafa tímarnir aldeilis breyst frá því ég var lítil.
Mig langar að segja ykkur aðeins frá nokkrum hlutum sem standa upp úr í flóru æskuminninganna. Ég ólst upp í ósköp venjulegri fjölskyldu norður á fallegu Akureyri. Fjölskyldan mín var kannski að einu leiti ekki svo venjuleg en pabbi var sjálfstæður atvinnurekandi. Hann var og er trésmiður og leyfist mér að segja einn sá færasti á sínu sviði. Suma mánuði voru til fullt af peningum og þá var tækifærið notað og farið í ferðalög, heimilistæki updateruð og svo fram eftir götunum. Aðra mánuði var varla til fyrir salti í grautinn. Á þessum tíma var ekki þetta brjálæði í byggingariðnaði í gangi líkt og í dag og sumir mánuðir ársins gjörsamlega dauðir... En við lifðum þetta nú allt saman af og komum nokkuð heilbrigð útúr þessu öllu saman
Það var ekki á hverjum degi sem við fengum ný leikföng við systkinin svo það er auðvelt að muna eftir þeim leikföngum sem mér þótti ótrúlega spennandi að eignast. Það fyndna við það er að þau tvö leikföng sem standa allra hæst upp úr voru smíðuð af pabba mínum. Annað var veglegt búðarborð úr spónaplötum(viðskiptagenin létu snemma á sér kræla í þessum kroppi) en hitt var bogi og örvar sem pabbi bjó til úr rafmagnsröri, baggabandi og tálguðum spýtum. Á því tímabili var ég með Ronju ræningjadótturæði. Ég hafði farið í bíó á myndina með frænku minni úr Keflavík, henni Rósu og urðum við alveg dáleiddar af þessum persónum. Hún var Ronja og ég var Birkir. Póstburðarfólki á Akureyri og í Keflavík hefur vafalítið brugðið við að bera út póst til þessara persóna á okkar heimilisföng...
Ég naut þeirra forréttinda að hafa mömmu mína mikið heima við þegar ég var að alast upp. Systkini mín voru í heimavistarskóla og elsti bróðir minn löngu búinn að stofa eigin fjölskyldu svo við mamma gátum átt okkar stundir saman. Hæst standa þær stundir sem við löbbuðum í amtbókasafnið, byrgðum okkur upp með bókum, fórum heim, lögðumst á hjónarúmið og lásum með smá nammi í poka. Mamma kenndi mér að meta bækur og enn í dag eru það mínar kvolitístundir þegar ég get verið í einrúmi með góða bók. Þegar ég var að læra heima fannst mér líka alltaf best að sitja við stóra borðstofuborðið (sem pabbi smíðaði) og mamma var að brasa við kvöldmatinn í eldhúsinu.
Árið 1999 skildu mamma og pabbi. Næstu ár þar á eftir voru allri fjölskyldunni mjög erfið og mikill sársauki sem leystist úr læðingi á misjafnan hátt. Þrátt fyrir það mun ég ávallt heiðra föður minn og móður. Þau komu mér inn í þennan heim, önnuðust mig og gerðu mig að þeirri persónu sem ég er í dag. Í dag er ég enn að smíða með pabba (sumarbústað í þetta sinn) og við mamma hittumst næstum því á hverjum degi og hringjumst á oft á dag. Þetta kann ég að meta og vona að samband mitt við dóttur mína verði henni jafn dýrmætt og samband mitt við foreldra mína er.
Heiðrar þú föður þinn og móður?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 19:54
Allt á fullu...
... á þessu heimili í undirbúningi fyrir verslunarmannahelgina. Held að við verðum bara að pakka öllu innbúinu í bílinn því veðurspáin er svo óákveðin... Við erum á leið á Kotmót - höfum ekki farið síðastliðin 2 ár svo það er kominn tími til - Litla dísin okkar að fara á barnamót í fyrsta sinn. Hún þekkir Jesú Krist eftir tvö ár í sunnudagaskóla og nokkur slög í hausinn með biblíunni frá foreldrunum Fyrsta lagið sem hún lærði var "dúbbobei"... og endilega getið nú hvaða lag það er.... ha/ha.
Við verðum í smáhýsi fyrstu nóttina svo við verðum seif fyrir rigningunni þá nótt. Næsta nótt er óráðin en búumst við að verða í tjaldi (ok ég játa það bara ég er ekki lengur þessi tjaldtýpa...) Síðustu nóttina vorum við búin að panta herbergi á gistiheimili en ég býst við að við förum bara heim á sunnudagskvöldið því ég er að byrja að vinna eftir sumarfríið á þriðjudaginn. Vil nota mánudaginn til að bora aðeins meira í nefið og gera ekki neitt... Je, ræt! Heldur þvo þvott, undirbúa barnið fyrir leikskólann, laga til, ganga frá matarílátum frá helginni, þvo meiri þvott og fleiri svona skemmtilegir hlutir sem við húsmæður erum svo duglegar að velja fram yfir gott bor í nefið!
Ég játa það að mig langar ekkert að fara að vinna strax. Það hefur ekkert með vinnuna mína að gera heldur það að mig langar svo til að eiga lengra frí... hver vill það ekki. Síðastliðin þrjú sumur hef ég átt allt sumarið frí því ég var jú í skólanum... en sú sæla er búin og endurgreiðsla á námslánunum tekin við... verð að vinna fyrir nokkrum aurum... Væri nú samt alveg til í að bankinn minn sem kom svo rosalega vel út úr síðasta ári gæfi mér upp skuldir mínar (líkt og hægt er að gefa upp sakir...) og legði eins og míkróprósent af hagnaði sl. árs inn á reikninginn minn. Ætla að panta tíma hjá mr. bankman í fyrramálið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)