Heilsubælið í Grafarholti og óvenju dýr helgi...

Þessa dagana er ég að reyna að lifa mínu ósköp venjulega og tíðindalitla lífi sem húsmóðir í Grafarholtinu, mamma, eiginkerling og verkstjóri EN það gengur frekar erfiðlega... Ástæðan er þessi líðan sem ber einkenni "þynnku" og á sér nú aðrar orsakir en áfengisdrykkju, enda hef ég stundað hana í óhóflega miklu hófi síðustu ár!

Ég er ekki ólétt! Alla vega ekki ennþá, en hver veit hvað nánasta framtíð ber í skauti sér... Og hvers vegna er ég ekki ólétt?? Jú, vegna lyfs sem ég hef tekið að staðaldri í 8 ár fyrir utan tímann sem ég var ólétt af prinsessunni... Það er sem sagt ekki hægt að mæla með því að verða ólétt á þessu lyfi... Nú er ég að taka út brjáluð fráhvarfseinkenni sem lýsa sér helst í "þynnkulíðan", ógleði, slappleiki, magaverkur, hausverkur, minnkuð matarlyst en svo allt í einu brjáluð "craving" í eitthvað sérstaklega gott að borða...

Önnur fráhvarfseinkenni sem ég finn fyrir eru kitl í iljarnar (líkt og smá rafstuð) og viðkvæmni... Reyndar segir fjölskyldan að þar sé mér nú bara ljóslifandi lýst! Grenjaði yfir auglýsingunum í sjónvarpinu í gær!!! Var líka í mæðrablessun Söru vinkonu í síðustu viku og ætlaði varla að geta talað fyrir grenjum... Grenja meira að segja yfir One Tree Hill og What about Brian!!! En mér finnst gott að gráta svo þetta er svo sem ekkert að há mér verulega... leiðinlegt reyndar þegar ég byrja að væla í vinnunni.

Ég hef lítið verið í vinnunni þessa daga sem mér hefur liðið verst og veit ekki alveg hvernig næsta vika verður... En ég vona það besta, og hef fengið alveg ótrúlegan skilning í vinnunni.

Ég hef nú reynt að sinna helstu verkefnum fjölskyldulífsins síðustu daga, svona í samræmi heilsuna... Ekkert voða mikið á daga okkar drifið, tvær sundferðir, ein nótt í bústaðnum, fundur fyrir ættarmótið og svo bara þetta venjulega, eldamennska, þvottur, þrif og barnauppeldi Undecided. Gústi minn er voðalega skilningsríkur og hjálpsamur við mig þessa daga, enda varla annað í boði fyrst hann er nú einu sinni kvæntur mér!

Annars var þessi helgi ein sú dýrasta fyrir okkur í langan tíma! Í sundi á fimmtudaginn voru eigendur að bílum með númerunum "bla, bla" kölluð upp og vinsamlegast beðin að koma í afgreiðslu. Þetta voru báðir bílarnir okkar!!! Gústi kom á eftir okkur Rebekku í sund á súkkunni og lagði fyrir aftan Toyotuna okkar. Eitthvað gerðist og súkkan rann aftan á Toyotuna! Eitt ljós brotið og aðeins skakkur stuðari á súkkunni og smá dæld á Toyotunni.

Svo gerðist það upp í bústað að dúllusnúllan okkar ákvað að skreyta Toyotuna okkar með því að gera listaverk með flöskutappa á bílstjórahurðina. Sú stutta varð nú ansi skömmustuleg þegar hún gerði sér grein fyrir því sem hún gerði en fær að vinna af sér tjónið Wink. Hún kemur til með að fá viss verkefni hér á heimilinu sem hún þarf að sinna til að "borga" tjónið.

Jæja, nóg um okkar tilveru í bili...

´till later


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Anna mín. Takk fyrir síðast. Mikið fannst mér gaman og ekki skemmdi fyrir allt sem þú sagðir í gegnum ekkasogin :0) Vonandi fara þessi fráhvörf sem fyrst, þetta er væntanlega ekkert grín.

Baráttukveðjur frá mér og mínum. Sara H.

Sara (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Sæl Sara mín,

Ment every word!! Málið er að þegar maður verður svona meyr þá segir maður frekar hluti frá hjartanu en þegar maður er með skrápinn uppi... Þannig að þú mátt vita það að okkur þykir gífurlega vænt um ykkur og finnst alltof langt á milli hittinga! Sjáumst vonandi fljótlega og ég skal þá reyna að stilla mig... 

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:44

3 identicon

Hæ, takk fyrir falleg orð. Vona að fráhvörfin vegna okkar séu jákvæð og valdi engum grenjum hehehehe Takk fyrir síðast sæta og vona að við sjáumst fljotlega.

 skælkveðjur af Skaganum

Erla (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Sæl Erla mín,

Já, það eru sko jákvæð fráhvörfin sem ég hef vegna ykkar! Sé ykkur örugglega ekki heldur um næstu helgi þar sem Gústi er að fara með Mozaik til Stykkishólms og ég er ekki alveg að treysta mér ein í ferðalög... Gæti þó verið orðið betra eftir viku...

Ég er búin að taka rúmlega tvo mánuði í að trappa mig niður af þessu lyfi sem ég tek og eru núna síðustu metrarnir erfiðastir, þ.e. þegar ég er ekki að taka neitt... Var komin í eina töflu annan hvern dag og svo ekki neitt síðustu rúmlega viku og þá skullu fráhvörfin á. Voða gaman. Endilega hafðu mig með í bænum þínum... Þetta tekur þó allt enda og þá tekur sjálfsagt öðruvísi ógleði við

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Já, blessuð prinsessan okkar. Hún veit þetta þá núna... Maður verður stundum að komast að því hvað má og hvað ekki...

Ágúst Böðvarsson, 9.6.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Baráttu kveðjur frá okkur í Blueberry hill...

Vandinn við þessi börn er sá, að stundum verða þau að læra af reynslunni... sem getur síðan verið afskaplega dýrt. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Horfirðu á One Tree Hill!?!?! Ég myndi líka gráta ef ég þyrfti að horfa á það...

:)

Ingvar Valgeirsson, 14.6.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband